January 20, 2004

Úffff....þvílík vonbrigði...það lítur allt út fyrir það að ég komist ekki að í módelbransanum enn um sinn...það var greinilega önnur myndarlegri feitabolla sem passaði betur í hlutverkið...það er allavega ekki búið að hafa samband við mig ennþá og upptökur hefjast á morgunn....búhúhú....

Annars var ég að horfa á umræðuþátt á stöð 2 áðan þar sem Guðmundur Árni og Jónína Bjartmarz voru að ræða niðurskurðinn í heilbrigðiskerfinu okkar. Mér finnst alveg hreint ótrúlegt að þjóðarskútan sé ekki við það að sökkva ef eitthvað er að marka umræðurnar sem maður sér þingmenn þjóðarinnar taka þátt í á vettvangi fjölmiðlanna. Það virðist loða við alla pólitíska umræðu að hver bendir á annan...þú..nei þú....nei þú...þú...og aldrei kemst nein niðurstaða í málið...mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja það að allir geti alltaf haft rétt fyrir sér og hvað þá þegar kemur að flóknum fyrirbærum eins og að stýra landinu...það er samt eins og enginn þori að játa á sig mistök eða yfirsjón eða slíkt heldur er haldið í sökkvandi skútuna alveg fram á síðustu stund...Auðvitað eru þingmenn og ráðherrar bara mannlegir eins og við hin og misjafnar skoðanir eru á mismunandi málaflokkum, samt virðist enginn nokkurn tíman þurfa að játa á sig mistök og umræðuþættirnir um pólitísk málefni verða oftar en ekki háreyst rifrildi aðilanna þar sem menn eru helst með hugann við það hvernig þeir komist að til þess að segja að hinn aðilinn sé bara að snúa útúr og allt sem hann segi sé rangt...svo kemur mótaðilinn og segir nákvæmlega það sama....og loks er þátturinn búinn og enginn er nokkru nær um umræðuefnið.....fara þingmenn í skóla til þess að læra þetta eða hvernig fara menn að....

No comments: