January 14, 2004

Góðan daginn og gleðilegt ár....takk fyrir allt gamalt og gott

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að eftir góðæri síðasta árs þá hljóti þetta ár að vera árið...völvan mín segir mér að árið verði einstaklega gott....fjölskyldan mín og vinir eiga sérstaklega eftir að eiga frábært ár í öllum skilningi.

Árið byrjaði vel hjá mér...ég eyddi gamlárskvöldi í edrúmennsku og líkaði það bara ágætlega...ég var reyndar svolítið súr fyrstu 2 klukkustundirnar af partíinu að geta ekki tekið þátt en síðan fór að síga á seinni hluta gleðinnar og ég var þegar upp er staðið ótrúlega sáttur við þessa stefnu enda er gamlárskvöld alltaf einhvern vegin tilefni vonbrigða af því maður gerir sér oft svo miklar væntingar um gleði þessa ákveðna kvölds. Nú síðan lágum við fjölskyldan í leti eins og gengur og gerist svona fyrstu dagana á nýju ári en fórum fljótlega að huga að undirbúningi skírnarinnar. Tengdamamma og mágar mínir komu til okkar og gistu hjá okkur fram að skírninni og var það alveg frábært þó það væri svolítið þröngt um okkur á Eggertsgötunni.

Þann 10. janúar skírði Sr Bjarni Karlsson strákinn okkar og við gáfum honum nafnið Draupnir Dan Baldvinsson. Okkur finnst nafnið stórt og fallegt og eftir að hafa gengið með það í maganum í nokkra mánuði þá ákváðum við að það myndi passa best við strákinn okkar. Hann Draupnir Dan er nú orðinn rúmlega tveggja mánaða gamall og verður mannalegri með hverjum deginum sem líður. Hann er búinn að vera algjört draumabarn, sefur og borðar og heur lítið sem ekkert fengið í magann eða verið óvær. Og þó svo hann taki smá rispu þá gleymir maður því öllu um leið og hann opnar fallegu augun sín og brosir til manns...það er alveg hreint ótrúlegt hvað hann er yndislegur. En ég ætla nu ekki að ganga frá ykkur með væmni...þeir sem vilja heyra meira um hann Draupni Dan geta kíkt á heimasíðuna hans á Barnalandi eða ennþá betra...bara kíkt í kaffi til okkar á Eggertsgötuna.

Nú að öðru leyti þá gengur lífið sinn vanagang, skólinn er byrjaður og ég er byrjaður að skipuleggja það að útskrifast loksins sem einhvers konar fræðingur frá HR þá er bara spurning hvað maður á að taka sér fyrir hendur í framhaldinu....mér líst best á það að kíkja í mastersnám í fjármálum og þá helst einhversstaðar erlendis. Ég veit það eitt að mig langar til þess að læra meira, hvort sem það verður í beinu framhaldi eða með smá hléi á milli....það kemur í ljós....


No comments: