May 17, 2008

Enn ein vikan að enda komin og verð ég að játa að ég er frekar þreyttur og til í að sofa út í fyrramálið. Vikan var raunar langt komin strax og hún byrjaði út af öðrum í hvítasunnu....snilld...það ætti að brenna það í lög landsins að vinnuvikan væri 4 dagar...þvílík snilld væri það....annars afrekaði ég ýmislegt þessa vikuna...fór tvisvar út að hlaupa...tvo létta hringi..er að reyna að koma mér í rútínu að hlaupa smá hring eftir vinnu...fíla það alveg æðislega vel að skokka af stað með góða tóna í eyrunum....stefnan er sett á 10 km hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu í haust....nú ég fór líka eina ferð í Bjarnarey...bæði til að vitja fjár og eins að dytta aðeins að vélbúnaði félagsins....alltaf jafn yndislegt að fara í þessar ferðir og fínasta trimm í því að fara upp og niður og út og suður um eyjuna...ágætisbrennsla þar. Verst að ég hafði ekki með mér myndavél en sólarlagið var gjörsamlega óviðjafnanlegt...maður hafði það á tilfinningunni að sólin væri að kyssa mann góða nótt...Nú fleira var á döfinni í vikunni...stjórnarfundur í körfuboltafélaginu og síðan var aðalfundur hjá Héraðssambandi ÍBV í gærkvöldi...ég þurfti auðvitað að troða mér að þar og koma einu hjartans máli að hjá hreyfingunni....læt það liggja milli hluta enda velt mér nóg upp úr því í vetur....Nú það er alltaf jafn mikið að gerast í vinnunni...það er einhvern vegin þannig að maður rennur beint í næsta verkefni þegar einu lýkur...aldrei kemur þessi dauði tími sem maður ætlar að nota til að taka til á skrifborðinu, leysa lífsgátuna osfrv....hvernig ætli forstjórar stórfyrirtækja eins og GM eða GE fari að því að komast yfir öll verkefni dagsins....hef reynt að tileinka mér skilvirka tímastjórnun en það virðist samt alltaf vera skortur á tíma....spurningin er hvort er maður proactive eða reactive í því sem maður er að gera....er maður stöðugt að bregðast við vandamálum eða er maður það snjall að vera stundum líka að vinna að fyrirbyggjandi verkefnum.

Börnin mín virðast vera að taka einhvern svakalega vaxtakipp eða þroskakipp þessa dagana...Draupnir Dan er orðinn eitthvað svo fullorðinn að það hálfa væri nóg...við komum heim saman á daginn og hann er strax rokinn út að leika við krakkana í hverfinu...kemur ekki heim fyrr en maður kallar hann inn í mat og svo vill hann auðvitað helst leika langt fram á kvöld....pabbi...af hverju er sólin uppi þegar nóttin er.....reynið að útskýra gang sólar á Íslandi fyrir 4 ára....Karítas Ósk sýnir líka stórkostlegar framfarir frá degi til dags...maður finnur að hún er farin að skynja umhverfið betur og betur og skilur miklu meira en maður heldur....hún er reyndar ekki farinn að labba ennþá en hún kemst allra sinna ferða í göngugrindinni....setur kúrsinn á næsta lausa hlut í stofunni sem er hægt að terrorisera....og svo bara sett í gírinn.....og vei ef einhver hindrun tefur för...þá lætur sú stutta sko alveg heyra í sér....alveg pottþétt ekki skaplaus litla prinsessan mín enda væri það undarlegt með þessa foreldra...Ætla að vera duglegur að taka vídeómyndir og ljósmyndir af krökkunum í sumar....þetta eru svo ómetanlegar stundir að það er alveg sorglegt að þær fái bara að lifa í minningunni...og á vídeói.

Amma Ragna ætlar svo að koma til okkar á sunnudaginn og verður í 2 vikur....hlakka mikið til enda er Amma mín algjör snillingur og yndisleg manneskja....nú svo fer að styttast í að maður vindi sér í eggjatöku í Bjarnarey...það er hrikalega skemmtilegt og vonandi hef ég færi á að kíkja í það eitthvað smá....taka eitt sig eða svo væri algjör snilld.....

Nú svo á Aldís ástin mín afmæli 29. mai...verður þá tuttugu og eitthvað ára gömul....höldum væntanlega létt afmæliskaffi eins og venjulega hér á bæ...fyrir þá sem nenna að koma....

Framundan um helgina er svo útskriftarveisla...grill annaðkvöld með vinnunni hennar Aldísar...sunnudagurinn er opinn en væntanlega fellur eitthvað til þá eins og aðra daga....segi ykkur kannski frá því í næstu færslu...kommentið endilega og segið mér hvað þið ætlið að gera um helgina.

Eigið góða helgi

Baldvin

5 comments:

Anonymous said...

Baldvin minn...ég veit ekki alveg hvort að ég myndi nenna að blogga..ef ég væri þú :)Það virðist allavega enginn nenna að lesa þetta
kv
Aldís Ástin þín

Anonymous said...

Þetta var nú samt frekar skítleg athugasemd hjá mér...heheh...það er ekki laust við að merkingin týnist þegar maður skrifar á netið...

eins gott að þú þekkir mig
kv
Aldís ástin þín

Sturla said...

Hey ég les þetta... hef að vísu verið að drukkna undanfarið og hef ekki mikið bloggað sjálfur...

En ég sakna ykkar tveggja bara nokkuð mikið! Hvernig væri að hafa samband við mig þegar þið komið í bæinn???!!!

Ásgerður said...

Blessadur fraendi. Eg var nu bara buin ad gleyma ad thu vaerir med blogg. En nuna er eg ad skrifa lokaritgerd ot tha man madur ymislegt sem madur getur notad til ad dreifa huganum thegar thad liggur vid ofhitnun a heilanum. :-)
Eg bid ad heilsa family og endilega ekki taka mark a henni Aldisi...haltu afram ad skrifa ef thu matt vera ad. Mer finnst thad skemmtilegt!

Sturla said...

Æ... var einum degi á eftir 1 árs afmæli seinustu bloggfærslu!...

En allavegana til hamingju með færsluna! :-)